Bæjarráð þakkar fyrir framlögð minnisblöð. Ljóst er að faraldurinn hefur haft margvísleg áhrif á hina ýmsu starfsemi bæjarfélagsins, bæði á starfsfólk og ýmsa þjónustu sem til staðar er. Bæjarráð ítrekar þakkir sínar til starfsfólk bæjarfélagins sem staðið hefur vaktina og tryggt góða þjónustu við bæjarbúa við erfiðar kringumstæður. Bæjarráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs, stjórnsýslusviðs og þjónustu- og þróunarsviðs að vinna tillögur að mótvægisaðgerðum eftir því sem við á og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu. Bæjarráð leggur auk þess til að 5 milljónum króna verði veitt í menningarviðburði og starf til stuðnings menningar- og listalífs bæjarins í kjölfar heimsfaraldurs. Vísað til viðaukagerðar.