Covid 19, aðgerðaráætlun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1845
1. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram aðgerðaráætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna Kórónuveirufaraldursins-fyrstu aðgerðir.
Lögð fram tillaga að frestun gjalddaga fasteignaskatts og fasteignagjalda á íbúðar- og atvinnuhúsnæði vegna álagningar 2020. Til afgreiðslu.
Svar

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Einnig Friðþjófur Helgi Karlsson, Sigurður Þ. Ragnarsson, Ágúst Bjarni Garðarsson og Jón Ingi Hákonarson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um frestun gjalddaga fasteignaskatts og fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði og að bæjarstjóra verði falið að útfæra nánar og birta tillöguna á heimasíðu bæjarins.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi aðgerðaráætlun og tillögur sem henni fylgja.