Hjálparstarf kirkjunnar, styrkbeiðni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3546
20. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 8.maí sl. Styrkbeiðni Hjálparstarfs kirkjunnar, umsögn sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs. Á fundi bæjarráðs þann 8. apríl sl. var óskað eftir umsögn fjölskylduráðs vegna beiðni um stuðning við innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar. Í ljósi þeirra stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna Covid-19 tekur fjölskylduráð jákvætt í erindið og samþykkir að veittur verði 500.000 kr. styrkur til samtakanna úr styrktarsjóði fjölskylduráðs. Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög standi vörð um viðkvæmustu hópa samfélagsins og aðstoði þá eftir fremsta megni. Vísað til bæjarráðs til kynningar.
Svar

Lagt fram til kynningar.