Reglur um skammtímadvalarstaði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1856
28. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 23.október sl. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkja reglur um skammtímadvöl fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans sitja hjá.
Reglunum er vísað inn í bæjarstjórn til staðfestingar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Bæjarlistans sitja hjá við afgreiðslu þessa máls. Ráðgjafaráð í málefnum fatlaðs fólks bendir á að reglurnar gera ekki ráð fyrir að hægt sé að veita þá þjónustu sem fjallað er um í reglunum inni á heimilum fólks. Skýrt er kveðið á um það í 17. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir að foreldrar barns sem á rétt á skammtímadvöl geta fengið stuðning inn á heimili sitt í stað vistunar utan heimilis óski foreldrar þess.
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Árni Rúnar Þorvaldsson og svarar Helga andsvari. Þá kemur Árni Rúnar til andsvars öðru sinni og svarar Helga andsvari.

Þá tekur Árni Rúnar til máls leggja fram eftirfarandi tillögu f.h. Samfylkingar og Bæjarlistans
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu reglna um skammtímadvalarstaði og vísar þeim aftur til fjölskylduráðs til frekari umfjöllunar og skoðunar. Fjölskylduráð skal sérstaklega skoða hvernig hægt er koma betur til móts við athugasemdir ráðgjafaráðs í málefnum fatlaðs fólks og hvort ekki sé ástæða til að hnykkja betur á því að foreldrar eiga rétt á stuðningi inn á heimili í stað dvalar utan heimilis eins og tekið er fram í 17. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls og til andsvars kemur til andsvars.

Forseti ber upp framkomna tillögu um frestun málsins og að því sé vísað til fjölskylduráðs á ný. Er tillagan felld með 6 atkvæðum meirihlutans en 5 fulltrúar minnihlutans greiða atkvæði með tillögunni.

Að lokum eru fyrirliggjandi reglur bornar upp til atkvæða og er tillagan samþykkt með 6 atkvæðum meirihlutans en fulltrúar minnihluta sjá við atkvæðagreiðsluna.

Árni Rúnar kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Bæjarlistans harma það að fulltrúar meirihlutans hafi ekki fallist á að fresta afgreiðslu málsins og taka það ítarlegri skoðunar í fjölskylduráði og sitja hjá við þessa afgreiðslu. Að öðru leyti vísum við í bókun fulltrúa flokkanna 427. fundi fjölskylduráðs þann 23. október.