Hrauntunga 5, deiliskipulag
Hrauntunga 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 704
5. maí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Halldór Svansson fh. GS Húsa sækir um breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða fjölgun íbúða úr 5 í 8 skv. tillögu Sveins Ívarssonar dags. 11.3.2020.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar sbr. skipulagslög 123/2010.

Fulltrúi Samfylkingarinnar minnir á að gildandi deiliskipulag fyrir Hrauntungu 5 sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. júní, 2019, var unnin í nánu samráði við íbúa á svæðinu. Það sótti innblástur í húsagerðahefð í Hafnarfirði frá ýmsum tímabilum, samtímis því að vísa til nútímans með það að morkmiði að tengja byggingarnar við staðinn sem þær eru byggðar og um leið styðja við fallega götumynd. Núverandi deiliskipulagstillaga gerir það ekki enda um allt aðra húsagerð að ræða og einnig er verið að verið að fjölga íbúðum og bílastæðum og þá getur breytt húsagerð haft áhrif á skuggavarp. Allt þættir sem íbúar gerðu athugsemdir við á sínum tíma. Því miður er þetta enn eitt dæmið um hringlandann hjá meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarmálum sem bitnar nú einkum á íbúum svæðisins sem þurfa að ganga enn einu sinni í gegnum deiliskipulagsbreytingar á lóðinni.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. mars sl. var lagt fram erindi ásamt uppdráttum Sveins Ívarssonar arkitekts, þar sem farið er fram á að fjölga íbúðum um þrjár, bílastæðum er fjölgað og nýtingarhlutfall lóðar er óbreytt 0,4. Fulltrúi Samfylkingarinnar, ásamt öðrum fulltrúum ráðsins, tók jákvætt í erindið. Enn og aftur verður stefnubreyting hjá Samfylkingunni á undraskömmum tíma og í stað þess að viðurkenna slíkt og eigin vandræðagang innan sinna raða; er bent á meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Slíkur vandræðagangur og vinnubrögð dæma sig sjálf.


Fulltrúi Samfylkingarinnar bendir á að hann hefur haft athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu frá því að þær komu fram fyrst en nú liggur fyrir endanlega tillaga í málinu. Fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga er enn eitt dæmið um stefnuleysi meirihlutans í skipulags- og byggingarmálum í Hafnarfirði, en innan við ár er síðan samþykkt var í ráðinu ítarleg tillaga fyrir lóðina, sem núna er að engu haft. Minnt er á að góð sátt náðist við íbúa svæðsins um gildandi deiliskipulag, sem nú er í upplausn. Þetta eru ekki góð vinnubrögð og ekki til þess fallin að skapa traust íbúa til skipulagsmála í Hafnarfirði.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Í ljósi afgreiðslu ráðsins og þeirrar samstöðu sem um hana ríkti - meðal annars hjá fulltrúa Samfylkingarinnar - þann 24. mars síðastliðinn, vísum við ásökunum um stefnuleysi í þessu máli og öðrum til föðurhúsanna. Að öðru leyti ítrekum við fyrri bókun meirihlutans hér undir sama lið.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 178953 → skrá.is
Hnitnúmer: 10076532