Hreinsunarátak, iðnaðarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 709
30. júní, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingaráð samþykkti þann 5.5.2020 að hafinn yrði undirbúningur að átaki í hreinsun iðnaðarhverfa og nýbyggingarsvæða og óskaði eftir tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að aðgerðum um sérstakt átak sem felst í hreinsun á iðnaðar- og nýbyggingarsvæðum í bænum sem felst í því að hvetja lóðahafar á iðnaðarsvæðunum á Hraunum, Hellnahrauni, hafnarsvæðinu og framkvæmdaraðilum á nýbyggingarsvæðum til að taka til á lóðum sínum og gæta góðrar umgengni, umhverfinu og okkur öllum til hagsbóta. Tillaga sviðsins lögð fram.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja hreinsunarátak í september.