Skipulags- og byggingaráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að átaki í hreinsun iðnaðarhverfa og nýbyggingarsvæða.
Mikilvægt er fyrir uppbyggingu atvinnulífs hér sem annarsstaðar að umhverfið sé snyrtilegt og umgengni góð. Sama má segja um nýbyggingarsvæði bæjarins þar sem framkvæmdir eru í þegar byggðum hverfum eða á nýbyggingarsvæðum. Snyrtilegt umhverfi bætir ímynd bæjarins sem verður eftirsóknarverðari sem valkostur fyrir rekstraraðila svo og fjölskyldur og einstaklinga.
Skipulags- og byggingarráð leggur til við umhverfis- og skipulagssvið að leggja fram tillögu fyrir næsta fund ráðsins að aðgerðum um sérstakt átak sem felst í hreinsun á iðnaðar- og nýbyggingarsvæðum í bænum sem felst í því að hvetja lóðahafar á iðnaðarsvæðunum á Hraunum, Hellnahrauni, hafnarsvæðinu og framkvæmdaraðilum á nýbyggingarsvæðum til að taka til á lóðum sínum og gæta góðrar umgengni, umhverfinu og okkur öllum til hagsbóta.