Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, deiliskipulagsbreyting
Kaldársel
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1858
25. nóvember, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.nóvember sl. Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 30. september sl. var samþykkt tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjánna þar sem gert var ráð fyrir stækkun á bílastæði. Samhliða var breyting á mörkum deiliskipulags fyrir Sléttuhlíð auglýst. Auglýsingatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna fyrir sitt leyti og að erindinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.