Fyrirspurnir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3546
20. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svör við fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingar 7.maí sl.
Svar

Lagt fram.

Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi bókanir:
Fyrirspurn varðandi áhrif hækkunar þingfararkaups á laun og launateng kjör kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ
Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör sem sýna hækkun á þóknun til kjörinna fulltrúa upp á 6,3% Samkvæmt því hækkar þóknun bæjarfulltrúa úr 286.310 í 304.348 á mánuði. Ofan á það leggst þóknun fyrir setu í ráðum og nefndum sem verður að lágmarki 140.468. Áætlaður kostnaðarauki bæjarsjóðs vegna hækkunarinnar er 8.373.615 á ársgrundvelli.
Undirrituð ítrekar vonbrigði með að fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafi fellt tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn þann 29. apríl sl. um að þóknun til kjörinna fulltrúa yrði breytt áður en til hækkunar á þingfararkaupi kæmi. Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna Covid-19 hefði verið sæmd að því að kjörnir fulltrúar leggðu sitt af mörkum og tækju ekki við launahækkunum á meðan það ástand varir.
Adda María Jóhannsdóttir

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka:
Fyrir liggur að mánaðarlaun fyrir störf í bæjarstjórn hafa verið óbreytt, um 286 þús. kr., frá árinu 2017. Sú hækkun um rúm 6% sem nú verður nær reyndar ekki að halda í við eða leiðrétta fyrir helmingi af almennri launaþróun sem orðið hefur á þeim tíma.
Að öðru leyti er vísað í svohljóðandi bókun meirihluta í bæjarstjórn frá 29. apríl sl.: "Árið 2017 samþykkti bæjarstjórn að taka ákvörðun um laun bæjarfulltrúa úr höndum bæjarstjórnar, eins og verið hafði, og voru þá upplýsingar um launakjör bæjarfulltrúa, sem staðið hafa óbreytt frá þeim tíma, birtar á vef bæjarins þar sem þær liggja fyrir. Með tillögu Samfylkingarinnar um lækkun launa er sleginn nýr tónn, sem ekki hefur heyrst áður, um leiðir til að bregðast við veirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Í stað þess að hverfa aftur til handvirkra launatilfæringa fyrri tíma horfum við fram á veginn og leggjum áherslu á vinnu að þeim verkefnum og tækifærum sem bætt geta hag og velferð heimila og fyrirtækja í Hafnarfirði."


Fyrirspurn varðandi HS Veitur
Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Þau staðfesta góðan rekstur og arðsemi HS Veitna og sýna þá burði sem fyrirtækið hefur til að byggja upp og viðhalda innviðum.
Fram kemur að HS Veitur hafa samanlagt greitt 5.845 m.kr. til eigenda sinna, bæði í formi arðs og kaupa á eigin bréfum. Hlutur Hafnarfjarðar nemur, skv. þessu, 901 m.kr. á síðastliðnum áratug eða að meðaltali um 90 m.kr. á ári fyrir fjármagnsskatt. Þá var eiginfjárhlutfall HS Veitna 46,7% í árslok 2019 sem endurspeglar sterka stöðu fyrirtækisins..
Framlögð svör sýna einnig þá skoðun meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að fjárfestar séu jafn vel til þess fallnir að gæta almannahagsmuna sem tengjast slíkum grunninnviðum og sveitarfélagið þrátt fyrir að lögum samkvæmt skuli dreifikerfi rafmagns vera að meirihluta í eigu opinberra aðila.
Undirrituð er ósammála þeirri skoðun og telur að hagnaður af slíkri grunnþjónustu eigi að fara í uppbyggingu og viðhald í þágu notenda en ekki renna til fjárfesta í formi arðgreiðslna.
Adda María Jóhannsdóttir

Fulltrúar Bæjarlista, Miðflokksins og Viðreisnar taka undir bókun Samfylkingarinnar vegna HS Veitna.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ítreka að ákvörðun um sölu hefur ekki verið tekin enn en mun ráðast af þeim tilboðum sem berast í 15.4% hlut bæjarins sem nú er í söluferli og hvort hagstæðara reynist að selja hann í stað þess að taka hærri lán til að bregðast við gríðarlegu tekjufalli og kostnaðarauka sveitarfélagsins vegna efnahagslegra áhrifa Kórónuveirufaraldursins. Það skal einnig áréttað að ef til sölu kemur verður dreifikerfið áfram í meirihluta eigu opinberra aðila og það liggur ljóst fyrir að verðlagning raforkudreifingar lýtur ströngu eftirliti og kvöðum af hálfu stjórnvalda hvað varðar arðsemis- og tekjuviðmið. Auk þess þurfa gjaldskrárbreytingar samþykki Orkustofnunar. Með útboðsferlinu sem nú stendur yfir er verið að kanna hvort innlausn eignarhlutar Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS Veitum geti styrkt fjárhagslega stöðu bæjarfélagsins, framkvæmda- og fjárfestingagetu.

Fulltrúar Miðflokksins og Bæjarlistans leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Miðflokksins og Bæjarlistans vilja árétta að enda þótt skv. núgildandi lögum sé kveðið á um að dreifikerfið verði þrátt fyrir sölu bæjarins áfram í meirihlutaeigu opinberra aðila hefur hingað til verið hægt að breyta lögum þegar hagsmunir einkaaðlila þrýsta á um slíkt. Það sama á auðvitað líka við um verðlagningu raforkudreifingar. Aukning á hlut einkaaðila í innviðafyrirtækjum eykur þrýsting á aukna arðsemi og hækkanir á gjaldskrá.

Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar taka undir ofangreinda bókun.

Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
HS Veitur ? Fyrirspurnir ? Samningur við Kviku banka
Þann 22. apríl sl. var samþykkt í bæjarráði af fulltrúum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að hefja undirbúning að sölu hlutabréfa sveitarfélagsins í HS Veitum hf. Ákvörðunin var tekin af þremur fulltrúum tveggja flokka af þeim sex sem sæti eiga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Þann 7. maí birtist auglýsing í fjölmiðlum um að hafið væri opið söluferli á hlutnum þar sem fyrirtækjaráðgjöf Kviku, fyrir hönd Hafnarfjarðarkaupstaðar auglýsti eftir kauptilboðum í 15,42% hlut bæjarins í HS Veitum. Bæjarfulltrúar þeirra fjögurra flokka sem sitja í minnihluta voru hvorki upplýstir um að söluferli væri hafið né heldur að Kviku banka hefði verið falið að sjá um það ferli enda hafði málið ekki verið tekið til umfjöllunar á vettvangi bæjarráðs, né heldur bæjarstjórnar. Þessar upplýsingar fengu bæjarfulltrúar minnihlutans því fyrst að lesa um í fjölmiðlum.
Í ljósi þessa óskar fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði eftir svörum um eftirfarandi:
1. Hvenær var ákvörðun tekin um að fela Kviku banka að selja eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum og af hverjum (þ.e. á hvaða vettvangi)?
2. Hvers vegna þótti ekki ástæða til að sú ákvörðun væri tekin af bæjarráði?
3. Til hvaða aðila var leitað varðandi það að sjá um söluna fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar?
4. Hvaða forsendur lágu að baki því að Kviku banka var falið að sjá um söluna?
5. Hvers vegna var samningurinn við Kviku banka ekki lagður fyrir bæjarráð til umfjöllunar áður en frá honum var gengið?
Að lokum er óskað eftir því að samningurinn við Kviku banka verði tekinn fyrir á næsta fundi bæjarráðs og settur undir málið svo bæjarráðsfulltrúar geti kynnt sér hann. Einnig er óskað eftir öllum gögnum sem tengjast samningagerðinni og skýrt geta tilurð þess að samið var við Kviku.
Adda María Jóhannsdóttir

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur, Framsókn
    Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ítreka að ákvörðun um sölu hefur ekki verið tekin enn en mun ráðast af þeim tilboðum sem berast í 15.4% hlut bæjarins sem nú er í söluferli og hvort hagstæðara reynist að selja hann í stað þess að taka hærri lán til að bregðast við gríðarlegu tekjufalli og kostnaðarauka sveitarfélagsins vegna efnahagslegra áhrifa Kórónuveirufaraldursins. Það skal einnig áréttað að ef til sölu kemur verður dreifikerfið áfram í meirihluta eigu opinberra aðila og það liggur ljóst fyrir að verðlagning raforkudreifingar lýtur ströngu eftirliti og kvöðum af hálfu stjórnvalda hvað varðar arðsemis- og tekjuviðmið. Auk þess þurfa gjaldskrárbreytingar samþykki Orkustofnunar. Með útboðsferlinu sem nú stendur yfir er verið að kanna hvort innlausn eignarhlutar Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS Veitum geti styrkt fjárhagslega stöðu bæjarfélagsins, framkvæmda- og fjárfestingagetu.
  • Miðflokkur, Bæjar-Listi
    Fulltrúar Miðflokksins og Bæjarlistans vilja árétta að enda þótt skv. núgildandi lögum sé kveðið á um að dreifikerfið verði þrátt fyrir sölu bæjarins áfram í meirihlutaeigu opinberra aðila hefur hingað til verið hægt að breyta lögum þegar hagsmunir einkaaðlila þrýsta á um slíkt. Það sama á auðvitað líka við um verðlagningu raforkudreifingar. Aukning á hlut einkaaðila í innviðafyrirtækjum eykur þrýsting á aukna arðsemi og hækkanir á gjaldskrá.