Samgöngusáttmáli
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1866
17. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Tillaga um flýtingu frumdraga á leið D í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að athugað verði hvort hægt sé að flýta vinnu frumdraga fyrir leið D. Tillagan verði send til stjórnar Betri samgangna ohf. til skoðunar og afgreiðslu."
Svar

Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson.

Fundarhlé kl. 14:28.

Fundi framhaldið kl. 14:30.

Til máls öðru sinni tekur Jón Ingi Hákonarson.

Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig kemur Jón Ingi Hákonarson til andsvars. Sigurður Þ. svarar næst andsvari. Jón Ingi kemur til andsvars öðru sinni. Þá kemur Ingi Tómasson til andsvars við ræðu Sigurðar Þ. sem svarar andsvari.

Þá tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls. Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson og svarar Adda María andsvari. Þá kemur Sigurður Þ. til andsvars öðru sinni.

Þá tekur Birgir Örn Guðjónsson til máls.

Einnig Friðþjófur Helgi Karlsson. Sigurður Þ. Ragnarsson kemur til andsvars.

Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Ágúst Bjarni andsvari. Þá kemur Sigurður Þ. til andsvars og svarar Ágúst Bjarni andsvari.

Þá tekur Jón Ingi til máls öðru sinni.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um flýtingu frumdraga á leið D í samgöngusáttmála Betri samgangna ohf.

Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

Bókun frá bæjarfulltrúa Miðflokksins
Með þeirri leið sem valin hefur verið og gengur undir nafninu Borgarlína er farin ein sú dýrasta leið sem möguleg er, einhverstaðar á bilinu 60-70 miljjarða króna. Umferðarverkfræðingar hafa bent á að hægt er að ná fram sambærilegum ávinningi með mun ódýrari leiðum. Dýrasti hluti hraðvagnakerfisins eru sérrými fyrir hraðvagnana. Gert er ráð fyrir að meirihluti leiðakerfis Borgarlínu verði í sérrými. Það er mjög breytilegt milli borga hversu hátt hlutfall af samanlagðri lengd hraðvagnaleiða er með sérakreinum. Sérakreinar fyrir strætó í fjölmennum borgum eru yfirleitt ekki gerðar nema þar sem langar biðraðir bíla eru á álagstímum.
Hafa umferðarverkfræðingar bent á að mun ódýrari leið sé að hafa forgangsreinar hægra megin við núverandi akstursstefnu gatna á stofnbrautum í stað þess að hafa sérrými borgarlínunu í miðjunni og þrengja um leið að umferð einkabílsins eins og gert er ráð fyrir í verkefninu. Að þessum framangreindu þáttum vegnum er ekki óeðlilegast að greiða atkvæði gegn tillögunni. En þar sem hagsmunir Hafnfirðinga í að fá aukið fé til mjög svo nauðsynlegra og skynsamlegra samgönguumbóta eru áríðandi, greiðir bæjarfulltrúi með framkominni tillögu og segir já.