Bæjarráð fer með yfirumsjón jafnréttismála í bæjarfélaginu. Þeir stjórnmálaflokkar sem sæti eiga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru sammála um mikilvægi þess að fræða nemendur um jafnrétti kynjanna og að undirbúa einstaklinga fyrir þátttöku í fjölskyldu- og atvinnulífi. Bæjarráð vísar tillögunni til fræðsluráðs til frekari úrvinnslu. Bæjarráð, sem jafnréttisráð, óskar jafnframt eftir minnisblaði frá mennta- og lýðheilsusviði um leið og ákvörðun um aðgerðir liggja fyrir um eflingu jafnréttisfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar og hvernig jafnréttisfræðslu er nú sinnt.