Fyrirspurn
Uppfærsla á hönnunarstaðli Hafnarfjarðarbæjar
Þessa dagana stendur yfir vinna við uppfærslu á hönnunarstaðli Hafnarfjarðarbæjar og þar með á merki bæjarins. Unnið er að uppfærslu á merkinu þannig að það standist tímans tönn því kröfur nútíma miðla eru breyttar og landslagið annað. Mikið af íslenskum stofnunum og fyrirtækjum hafa verið að fara í gegnum sambærilega þróun. Uppfærsla á hönnunarstaðli nær einnig til leturgerðar, lita og til lengri tíma litið útlits á öllu því efni sem Hafnarfjarðarbær sendir frá sér.
Kynninguna heldur Katla Hrund Karlsdóttir hjá H:N Markaðssamskiptum.
Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri og Andri Ómarsson verkefnastjóri mæta til fundarins.