Íþrótta- og tómstundastyrkir, lágtekjuheimili, jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1868
28. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 23.apríl sl. Lögð fram drög að nýjum reglum Hafnarfjarðar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum.
Fjölskylduráð samþykkir nýjar reglur um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum. Mikilvægt að þessar reglur verði kynntar sem fyrst og birtar á heimasíðu bæjarins. Vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur um úthlutun sérstakra íþrótta-og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum.