Skarðshlíð, opið svæði við Hádegisskarð, breytt deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 808
19. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
Hafnarfjarðarbær sótti þann 02.07.2020 um breytingu á deilskipulagi Skarðshlíðar 2. áfangi vegna byggingar á rými fyrir snjóbræðslustýringu vegna snjóbræðslu gatna í Skarðshlíð. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 2.júlí s.l. var tekið jákvætt í óverulega breytingu á deiliskipulagi og samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Tillagan var grenndarkynnt tímabilið 17.07.2020 til 14.08.2020. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga sem hefur hlotið meðferð samkvæmt 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.