Fyrirspurn
Lögð fram tillaga matsáætlunar Lyklafellslínu 1 og Ísallínu 1. Skipulagsstofnun óskar frekari umsagna. Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort tillagan geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar, hvort umsagnaraðilar geri athugasemdir við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til, valkosti sem leggja á mat á, gagnaöflun sem er fyrirhuguð, hvernig til standi að vinna úr gögnunum til að meta umhverfisáhrif og hvernig eigi að setja þau fram í frummatsskýrslu. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmd er háð. Fulltrúar Landsnets kynna.