Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjaráðs með 10 greiddum atkvæðum en þau Friðþjófur Helgi Karlsson og sigrún Sverrisdóttir sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Friðþjófur Helgi Karlsson kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingar:
Við erum að mörgu leyti hrifin af hugmyndum um nýtt bókasafn í miðbænum en okkur finnst mikill asi í tengslum við málið og það hafi ekki hafa fengið nægjanlega umræðu í samfélaginu og aðkoma íbúa hefur engin verið. Við hefðum viljað sjá þetta mál skoðað betur í heild og í tengslum við þá vinnu sem nú er í gangi varðandi framtíðarhúsnæði stjórnsýslunnar. Á þeim forsendum sitjum við hjá við þessa afgreiðslu.