Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns dags. 30.3.2021 sem samþykkt var að auglýsa þann 9.4.2021. Breytingin nær til tveggja svæða norðan og vestan við Hvaleyrarvatn. Markmið breytingarinnar felst m.a. í að bæta aðkomu að Hvaleyrarvatni og aðstöðu til útivistar. Gert verður ráð fyrir bílastæðum hreyfihamlaðra norðan við vatnið með aðgangsstýringu. Málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst 16.4-28.5.2021. Athugasemd barst.