Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi
Tinnuskarð 24
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 724
29. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram ný deiliskipulagsbreyting, er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 24. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða um eina (5 í stað 4), breyttum byggingarreit og bílastæðum. Gólfkóti er hækkaður um 0,5m, kóti í baklóð lækkaður um 1,35-1,5m. Með vísan í breytt orðalag almennra skilmála Skarðhlíðar 2. og 3 áfanga sem samþykkt var á fundi skipulags- og byggingaráðs þann 15.12. s.l. er tillagan lögð fram.
Svar

Með vísan til samþykktar um breytt orðalag almennra skilmála Skarðhlíðar 2. og 3 áfanga sem samþykkt var á fundi skipulags- og byggingaráðs þann 15.12. s.l., samþykkir skipulags- og byggingarráð erindið og að málsmeðferð verði í samræmi við 43.gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 227964 → skrá.is
Hnitnúmer: 10130476