Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi
Tinnuskarð 24
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 723
15. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Skipulagsfulltrúi samþykkti á fundi sínum þann 30.9. sl. að grenndarkynna tillögur að deiliskipulagsbreytingu, er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 24 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum ásamt öðrum sem hagsmuna kunna að gæta. Í breytingunni felst: fjölgun íbúða úr 4 í 6, hækkun gólfkóta um 0,5m, lækkun kóta í baklóð um 1,35-1,5m. Færsla á byggingarreit um 2,5m. Erindið var grenndarkynnt frá 8.10.-10.11.2020. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð frestaði erindinu á fundi sínum þann 17.11. s.l. Ný gögn bárust. Erindið var lagt fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 1.12.2020. Afgreiðsla þess var: Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna athugasemda sem borist hafa og koma með tillögu um áframhald máls. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9.12.2020 og bréf umsækjanda dags. 13.12.2020 þar sem lögð er fram tillaga að fjölgun íbúða um eina.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda og tekur jákvætt í erindi umsækjanda um fjölgun íbúða um eina.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 227964 → skrá.is
Hnitnúmer: 10130476