Suðurgata 36, deiliskipulag
Suðurgata 36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1855
14. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.október sl. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar umsókn Kristins Ragnarssonar f.h. eigenda dags. 15.9.2020 um breytt deiliskipulag til skipulags- og byggingarráðs. Tillaga að breyttu deiliskipulagi gerir ráð fyrir fjölgun íbúða þ.e. að á jarðhæð verði heimilað að fá samþykktar tvær íbúðir þannig að íbúðum á lóð fjölgi úr tveimur íbúðum í þrjár.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Suðurgötu og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Tillagan verður auk þess grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Einnig tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og svarar Friðþjófur andsvari. Ingi kemur til andsvars öðru sinni. kemur.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 9 greiddum atkvæðum en þau Friðþjófur Helgi Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir sitja hjá.

Friðþjófur Helgi kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við ákvörðun þessa. Við teljum mikilvægt að hugað sé vel að því að þjónustu- og verslunarhúsnæði sé til staðar í öllum hverfum bæjarins þar sem hugað er að þéttingu. Nærþjónusta er afar mikilvæg í uppbyggingu hvers hverfis svo þau geti orðið sjálfbær. Slíkri sjálfbærni hverfa fylgir aukin lífsgæði þeirra íbúa sem þau byggja. Í þessu máli er einnig mikilvægt að horfa til þess að óljóst er hvernig bílastæðamálum verði háttað. Við teljum einnig að mikilvægt sé að hlusta á áhyggjur íbúa götunnar sem komið hafa fram.

Friðþjófur Helgi Karlsson
Sigrún Sverrisdóttir


220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122528 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025956