Til máls tekur Ingi Tómasson.
Einnig tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og svarar Friðþjófur andsvari. Ingi kemur til andsvars öðru sinni. kemur.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 9 greiddum atkvæðum en þau Friðþjófur Helgi Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir sitja hjá.
Friðþjófur Helgi kemur að svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við ákvörðun þessa. Við teljum mikilvægt að hugað sé vel að því að þjónustu- og verslunarhúsnæði sé til staðar í öllum hverfum bæjarins þar sem hugað er að þéttingu. Nærþjónusta er afar mikilvæg í uppbyggingu hvers hverfis svo þau geti orðið sjálfbær. Slíkri sjálfbærni hverfa fylgir aukin lífsgæði þeirra íbúa sem þau byggja. Í þessu máli er einnig mikilvægt að horfa til þess að óljóst er hvernig bílastæðamálum verði háttað. Við teljum einnig að mikilvægt sé að hlusta á áhyggjur íbúa götunnar sem komið hafa fram.
Friðþjófur Helgi Karlsson
Sigrún Sverrisdóttir