Suðurgata 36, deiliskipulag
Suðurgata 36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 727
9. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir á ný umsókn Kristins Ragnarssonar f.h. eigenda dags. 15.9.2020 um breytt deiliskipulag. Tillagan að breyttu deiliskipulagi gerir ráð fyrir fjölgun íbúða þ.e. að á jarðhæð verði heimilað að fá samþykktar tvær íbúðir þannig að íbúðum á lóð fjölgi úr tveimur íbúðum í þrjár. Skipulags- og byggingarráð samþykki að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Suðurgötu 36 og var það staðfest í bæjarstjórn. Tillagan var auk þess grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum. Tillagan var auglýst frá 27.10.2020-08.12.2020. Athugasemdir bárust. Á fundi ráðsins þann 15. des. s.l. var óskað eftir greinagerð skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda. Skipulags- og byggingarráð óskaði þann 12.1.2021 eftir áliti bæjarlögmanns um innheimtu bílastæðagjalds og lögmæti þess sbr. greinargerð skipulagsfulltrúa sem lögð var fram. Uppfærð greinargerð lögð fram.
Svar

Skipulags- og byggingarráð hafnar erindinu eins og það liggur fyrir.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122528 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025956