Fasteignaskattur, afsláttur til tekjulágra einstaklinga eða fjölskyldna á komandi fjárhagsári 2021
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3556
24. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúa Miðflokksins. Afsláttur fasteignaskatts til tekjulágra einstaklinga eða fjölskyldna á komandi fjárhagsári 2021.
Með vísan til tekjutengds afsláttar á fasteignaskatti til elli og örorkulífeyrisþega leggur fulltrúi Miðflokksins til að tekjulágir einstaklingar og fjölskyldur sem falla innan sömu tekjuviðmiða og elli og örorkulífeyrisþega njóti sama afsláttar af fasteignaskatti frá og með næsta fjárhagsári, 2021. Er lagt til að tillögunni verði vísað til fjármálasviðs til kostnaðargreiningar.
Greinargerð. Tilgangur afsláttar af tekjutengdum afslætti fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega er að létta undir með þem sem við hvað lökust afkomukjör búa. Ekki verður annað séð en að fólk í sem býr við sambærilegar tekjur og elli- og örorkulífeyrisþegar og eiga íbúðarhússnæði sem það býr í sjálft búi við sambærilega kröpp kjör enda þótt það tilheyri ekki áðurnefndum viðmiðunarhópum, þ.e. elli- og örorkulífeyrisþegum. Því er það rökfræðilega eðlilegt að tekjulágum sé ekki mismunaði með þeim hætti sem tíðkast hefur.
Svar

Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.