Víkingastræti 1-3, umferðaröryggi
Víkingastræti 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 719
3. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Umhverfis- og framkvæmdaráð tók jákvætt í erindi Fjörukráarinnar þar sem óskað er eftir að Víkingastræti við Fjörukránna verði gert að einstefnugötu frá Strandgötu og vísar því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til útfærslu skipulagsfulltrúa m.t.t. umferðaröryggis.

Fulltrúi Viðreisnar í ráðinu bókar:
Fjörukráin og tengd starfsemi hennar er alger perla í miðbæ Hafnarfjarðar.
Vandamálið hér er að hraðbraut var lögð í gegnum miðbær Hafnarfjarðar sem leiðir til þess að bílar keyra allt of hratt inn á lóðina. Þar til viðbótar er tengingum gangandi og hjólandi inn á lóðina ábótavant.
Lykillausnin við þessu ástandi er að horfast í augu við það að hraðbrautir eiga ekki heima í miðbæjum.
Fulltrúi Viðreisnar leggur til að Hafnarfjarðarbær, í samstarfi við Vegagerðina, lækki hámarkshraðann á Strandgötu úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Samhliða því verði farið í hraðaminnkandi aðgerðir. Á meðal mögulegra aðgerða er fjölgun gönguþverana sem tengja göngustíga miðbæjar við Strandstíg, gróðursetning á borgartrjám og jafnvel skemmtilegar lausnir á borð við þrívíða gangbraut Ísfirðinga.
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO)[i] þá eru 70% líkur á banaslysi þegar bíl er ekið er á gangandi vegfaranda á 50 kílómetra hraða. Á hinn bóginn eru 90% líkur á því að gangandi vegfarandi lifi af ákeyrslu bifreiðar á 30 kílómetra hraða.
Lægri umferðarhraði minnkar bæði hávaðamengun og tíðni alvarlegra slysa en bætir jafnframt umferðarflæði.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122425 → skrá.is
Hnitnúmer: 10038642