Drangsskarð 11, breyting á deiliskipulagi
Drangsskarð 11
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 724
29. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Erindi Mission á Íslandi ehf. dags. 25.9 fh. Rentur starfsemi ehf. þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 11 var grenndarkynnt 8.10-10.11.2020. Athugasemdir bárust og var erindinu synjað á fundi skipulags- og byggingarráðs 15.12.2020. Ný tillaga að breyttu deiliskipulagi barst 17.12.2020. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða um eina sem og bílastæðum. Byggingarmagn helst óbreytt. Öll hús verða tveggja hæða og hækka sem nemur á bilinu 0,15-1,20m.
Svar

Skipulags- og byggingarráð getur ekki fallist á erindið eins og það liggur fyrir þar sem það samrýmist ekki gildandi skilmálum hverfisins. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við lóðarhafa.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 225473 → skrá.is
Hnitnúmer: 10120494