Málefni flóttamanna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1860
16. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 4.desember sl. Til umræðu. Bæjarfulltrúi Friðþjófur Helgi Karlsson lagði fram tillögu í bæjarstjórn þann 14.10. sl. um að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi. Þeirri tillögu var vísað til fjölskylduráðs. Fjölskylduráð óskaði eftir upplýsingum frá sviðinu um þjónustu við flóttamenn og hælisleitendur í Hafnarfirði og einnig var óskað eftir kynningu frá ráðuneytinu á verkefninu samræmd móttaka flóttamanna.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun: Tekin hefur verið sú ákvörðun að ganga til samninga við ráðuneytið um samræmda móttöku flóttamanna. Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður. Í dag búa í Hafnarfirði 32 fullorðnir flóttamenn og 23 börn sem falla undir tveggja ára tímabil leiðbeinandi reglna félagsmálaráðuneytisins um mótttöku flóttamanna. Hafnarfjarðarbær hefur þrisvar tekið á móti kvótaflóttafólki. Árið 1999 komu 75 einstaklingar. Árið 2014 tók bærinn á móti fjölskyldu sem var einstæð móðir með fimm börn og árið 2016 tók bærinn á móti þremur fjölskyldum frá Sýrlandi. Einnig er Hafnarfjarðarbær með samning við Útlendingastofnun um að þjónusta allt að 100 umsækjendur um vernd. Hafnarfjarðarbær er því að standa vel að þjónustu við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Fulltrúi Miðflokksins tekur undir bókun meirihlutans.
Fundarhlé 5 mínútur.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað: Um leið og fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar umfjöllun ráðsins um tillögu Samfylkingarinnar um móttöku flóttafólks sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi í október sl. þá harmar Samfylkingin niðurstöðu meirihlutans í ráðinu. Að öðru leyti vísar fulltrúi Samfylkingarinnar í bókun sína á 427. fundi fjölskylduráðs þann 23. október sl.
Svar

Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.

Einnig tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls. Friðþjófur Helgi kemur til andsvars.

Friðþjófur Helgi Karlsson kemur að svohljóðandi bókun:

Það eru mér gríðarleg vonbrigði að það hafi tekið meirihlutann rúmlega tvo mánuði að komast að niðurstöðu í málinu. Og niðurstaðan sé ekki eindregin lýsing á skýrum vilja til að ganga fram fyrir skjöldu, taka frumkvæði og láta ekki óþarfa málavafstur þvælast fyrir ákvörðun sem þoldi enga bið. Og því til viðbótar er niðurstaða meirihlutans með mörgum fyrirvörum sem einnig eru mikil vonbrigði. Það er enginn kjarkur í þessari ákvörðun, engin óskilyrt manngæska, engin dirfska. Bara pólitískt moð og vandræðagangur sem er ekki meirihlutanum til sóma. Og á meðan á öllu þessu stóð dóu fylgdarlaus börn á Lesbos og gera enn.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun:

Tekin hefur verið sú ákvörðun að ganga til samninga við ráðuneytið um samræmda móttöku flóttamanna. Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður. Í dag búa í Hafnarfirði 32 fullorðnir flóttamenn og 23 börn sem falla undir tveggja ára tímabil leiðbeinandi reglna félagsmálaráðuneytisins um mótttöku flóttamanna. Hafnarfjarðarbær hefur þrisvar tekið á móti kvótaflóttafólki. Árið 1999 komu 75 einstaklingar. Árið 2014 tók bærinn á móti fjölskyldu sem var einstæð móðir með fimm börn og árið 2016 tók bærinn á móti þremur fjölskyldum frá Sýrlandi. Einnig er Hafnarfjarðarbær með samning við Útlendingastofnun um að þjónusta allt að 100 umsækjendur um vernd. Hafnarfjarðarbær er því að standa vel að þjónustu við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd.