Málefni flóttamanna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1854
30. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Til umræðu.
Svar

Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson og leggur hann fram svohljóðandi tillögu:

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til að taka á móti einstaklingum sem tilheyra barnafjölskyldum og einnig fylgdalausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fjölskyldna og fylgdarlausu barna.

Rökstuðningur:
Með þessari yfirlýsingu erum við að bregðast við þeirri miklu neyð sem ríkir í flóttamannabúðum á grísku eyjunni Lesbos. Með henni eru bæjaryfirvöld í Hafnarfirði einnig að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag þar sem öll starfsemi sveitarfélagsins er m.a. metin út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Í Hafnarfirði hefur byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hefur bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega.
Aðstæður í flóttamannabúðunum á Lesbos eru skelfilegar og þar búa börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja. Því er mikilvægt að við sem erum í færum til aðstoða börn í þessari miklu neyð gerum það.

Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson.

Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarson til máls.

Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson.

Forseti ber upp tillögu um að fresta afgreiðslu á framkominni tillögu milli funda. Er tillagan samþykkt samhljóða.

Friðþjófur Helgi gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Það standa yfir þjóðflutningar í heiminum. Slíkt hefur gerst áður í mannkynssögunni. Ástæður þjóðflutninga hafi aldrei verið ævintýraþrá eða tækifærismennska í fólki. Ástæðurnar eru - og hafa verið - þær að ekki er lengur hægt að lifa í upprunalandinu og neyðin rekur fólk af stað í átt til sjálfsbjargar.
Hafnarfjörður hefur undanfarin ár verið í fararbroddi meðal sveitarfélaga í móttöku og þjónustu við viðkvæma hópa flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Slík framsýni er ekki bara mannúðleg og öðrum sveitarfélögum til fyrirmyndar, heldur líka til þess fallin að efla sveitarfélagið í þessu framtíðarverkefni, sem mun án efa halda áfram um ófyrirsjáanlega framtíð.
Það er og verður mín skoðun að þegar við stöndum frammi fyrir því að annað hvort draga úr þjáningum í veröldinni eða auka á þær þá eigum við að gera allt sem við getum til að vinna að því fyrrnefnda. Nóg er víst samt.

Ágúst Bjarni Garðarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.