Ásvallabraut, framkvæmdaleyfi, strengur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 813
30. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
HS Veitur óska þann 28.9.2020 eftir framkvæmdarleyfi vegna lagningu á 33 kV frá undirgöngum við tengivirki Landsnets og að Hnappatorgi, strengurinn verður lagður u.þ.b. 3 metra frá ytri kanti Ásvallabrautar og mun endanleg yfirborðshæð eftir lagningu strengsins verða u.þ.b. 0,8-1 metri lægri en hæðarkvóti Ásvallabrautar. Framkvæmdin sjálf mun vera unnin útfrá línuveg í Hamranesi og í samráði við verkstjóra Háfells (m.t.t. aðgengi í gengum vinnusvæði þeirra), með því verða minniháttar, litlar sem engar truflanir, m.t.t. umferðar á Ásvallabraut. Áætlaður framkvæmdartími er 10 virkir dagar.
Svar

Útgáfa framkvæmdaleyfis vegna lagningar strengs meðfram Ásvallabraut er samþykkt.