Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt fyrir sameinað heilbrigðiseftirlit með 10 atkvæðum en Sigurður Þ. Ragnarsson greiðir atkvæði á móti.
Sigurður kemur jafnframt að svohljóðandi bókun:
Bókun bæjarfulltrúa Miðflokssins.
Það er skoðun bæjarfulltrúa Miðflokksins að Heilbrigðiseftirlit eigi að vera nærþjónusta í sveitarfélögum og í litlum einingum til að tryggja skilvirkni og hraða afgreiðslu mála sé þess kostur. Með því að stækka þessa einingu er verið að stofnanavæða heilbrigðiseftirlitið sem er miður. Að framansögðu styður bæjarfulltrúi Miðflokksins ekki sameininguna.