Hádegisskarð 25 og 27, deiliskipulagsbreyting
Hádegisskarð 27
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 817
25. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Nýsmíði ehf. sækir 26.10.2020 um deiliskipulagsbreytingu, breytingu á byggingarreit og bílastæði, á Hádegisskarði 25 og 27 samkvæmt uppdrætti Friðriks Ólafssonar dags. 22.10.2020. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 29.10. sl. var samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Grenndarkynnt var frá 2.11.-7.12.2020. Þann 18.11. sl. barst embættinu samþykki þeirra sem fengu grenndarkynninguna. Grenndarkynningu telst því lokið. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 225486 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121226