Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir sem leggur til tillögu um að útsvarsprósenta við álagningu 2021 verði 14,52%.
Þá taka til máls Friðþjófur Helgi Karlsson og Sigurður Þ. Ragnarsson. Ingi Tómasson kemur til andsvars við ræðu Sigurðar sem svarar andsvari.
Þá ber forseti fyrst upp framkomna tillögu Guðlaugar Kristjánsdóttur um að útsvarsprósenta við álagningu 2021 verði 14,52%.
Er tillagan felld þar sem fulltrúar 4 fulltrúar Samfylkingar, Miðflokksins og Bæjarlistans greiða atkvæði með tillögunni en 6 fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Viðreisnar greiða atkvæði Viðreisnar
Næst ber forseti upp fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um að útsvarsprósenta við álagningu 2021 verði 14,48% og er tillagan samþykkt með 7 atkvæðum Sjálfstæðisfloikks, Framsóknar og viðreisnar. Fulltrúar Samfylkingar, Miðflokksins og Bæjarlistans greiða atkvæði gegn tillögunni.
Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Bæjarlista leggur fram svohljóðandi bókun: Fulltrúi Bæjarlistans lýsir furðu á því vali meirihlutans að nýta ekki útsvarsheimildir til fulls, til ráðstöfunar í þjónustu við viðkvæma hópa. Hér er um að ræða uþb 50 milljón króna svigrúm sem bærinn gæti verið að nýta á sviðum sem þjónusta viðkvæma hópa, sem myndi ekki þýða nema tvö- til þrjúhundruð krónur á mánuði fyrir einstakling með meðallaun í útsvarsgreiðslur. Á tímum þegar tekjur afmarkaðra hópa á vinnumarkaði hafa orðið fyrir skörpu höggi væri fullnýting á útsvari málefnaleg leið til að auka tekjur bæjarins til góða fyrir nauðsynlega þjónustu á fræðslu- og fjölskyldusviði, á þann hátt að hlífa þeim bæjarbúum við hækkunum sem glíma við atvinnuleysi og tekjufall.
Guðlaug S Kristjánsdóttir
bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ
Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:
Það hefur verið ein af áherslum núverandi meirihluta að hækka ekki álögur á íbúa. Útsvarshækkun hefði í för með sér tekjuskerðingu fyrir bæjarbúa eða með öðrum orðum; útborguð laun íbúa bæjarfélagsins lækka. Slíkt er ekki í samræmi við stefnu núverandi meirihluta sem hefur það markmið að létta undir með fjölskyldufólki og jafnframt að tryggja að allar gjaldskrár sem snerta viðkvæmustu hópa samfélagsins séu ávallt með þeim lægri sé horft til samanburðarsveitarfélaga. Því hafa fullltrúar meirihlutans lagt það til að prósentuhlutfallið verði ekki hækkað. Hagkerfinu, verslun og þjónustu, munar um þær milljónir í sinn rekstur.
Friðþjófur Helgi Karlsson kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
Nú er ljóst að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks ætlar sér ekki að fullnýta útsvarið. Hann ákveður þess í stað að hækka gjaldskrár. Með þeirri ákvörðun er meirihlutinn að hlífa breiðu bökunum í samfélaginu á meðan hann leggur þyngri byrðar á viðkvæma hópa. Einnig er mikil þörf á þessum 50 milljónum króna sem bærinn er að afsala sér með óbreyttu útsvari til ýmissa fjárfestingaverkefna eða til þess að vinna að mikilvægum verkefnum sem snúa að því að hlú að ungum og öldnum sem minna mega sín í samfélaginu. Fulltrúar Samfylkingarinnar geta ekki samþykkt þessa tillögu og greiða því atkvæði gegn henni.
Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi
Gjaldskrárhækkanir og stóraukin hækkun á gjaldi vegna sorphirðu eru auknar álögur á íbúa Hafnarfjarðar. Viðreisn telur að fyrst beri að leita allra leiða við að hagræða í rekstri áður en gripið er til skattahækkana. Sviðsmyndir sýna að uppsöfnuð krónutöluhækkun er töluverð fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði. Viðreisn styður óbreytta álagsprósentu
Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:
Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins.
Það er með ólíkindum að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og einnig Viðreisnar að ætla að viðhalda útsvarsprósentu sveitarfélagsins óbreyttri (14,48%) í ljósi afar erfiðrar rekstrarstöðu bæjarins. Að fullnýta útsvarsprósentuna (14,52%) hefði þýtt kostnaðarauka fyrir einstakling með eina milljón krónur í laun á mánuði um 400 krónur á mánuði. Kostnaðarauki einstaklings með 500 þúsund krónur í laun á mánuði yrði 200 krónur á mánuði. Semsagt óveruleg upphæð fyrir hvern og einn.
Sveitarfélaginu munar hins vegar mjög um þennan mismun á útsvari 14,52%/14,48% sem nemur milli 50 til 60 milljónum á ári. Þetta er upphæð sem sveitarfélaginu sárvantar. Því er það sýndarmennska hjá meirihlutanum að geta veifað því framan í bæjarbúa að ekki sé verið að hækka skatta á sama tíma og gjaldskrár fyrir þjónustu bæjarfélagsins hækka.