Útsvarsprósenta við álagningu 2021
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3561
19. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2021 verði 14,48%
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs situr fundinn undir þessum lið.
Svar

Tillaga Miðflokks, Bæjarlista og Samfylkingar:
Fulltrúar Miðflokks, Bæjarlista og Samfylkingar leggja til að útsvarsprósenta við álagningu 2021 verði 14,52%
Greinargerð:
Að fullnýta útsvarsprósentuna (14,52%) hefði þýtt kostnaðarauka fyrir einstakling með eina milljón á mánuði um 400 krónur á mánuði. Kostnaðarauki einstaklings með 500 þúsund á mánuði yrði 200 kr.
Sveitarfélagið munar hins vegar um þennan mismun á útsvari 14,52%/14,48% um 50 milljónir á ári sem er upphæð sem sveitarfélagið sárvantar.

Tillagan er felld með þremur atkvæðum meirihluta. Fulltrúar Miðflokks og Samfylkingar greiða atkvæði með tillögunni.

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt með atkvæðum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingar og Miðflokks greiða atkvæði á móti.

Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
Nú er ljóst að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks ætlar sér ekki að fullnýta útsvarið. Hann ákveður þess í stað að hækka gjaldskrár. Með þeirri ákvörðun er meirihlutinn að hlífa breiðu bökunum í samfélaginu á meðan hann leggur þyngri byrðar á viðkvæma hópa. Meðal annrars vegna þess getur Samfylkingin ekki samþykkt þessa tillögu og greiðir atkvæði gegn henni.

Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir því að gerðar verði nokkrar sviðsmyndir þar sem sýnt verði hvernig allar fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir munu koma við ólíkar stærðir fjölskyldna. Telur fulltrúi Viðreisnar það nauðsýnlegt til að geta tekið upplýsta ákvörðun um það hvernig heildar hækkanir koma við heimilin í Hafnarfirði. Þær sviðsmyndir sem þarf að skoða eru krónutöluhækkanir á einstakling, á einstætt foreldri með eitt barn, hjón með eitt barn og hjón með 3 börn.

Fulltrúi Miðflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er hrein og klár sýndarmennska meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að viðhalda útsvarsprósentu sveitarfélagsins óbreyttri (14,48%) í ljósi erfiðrar rekstrarstöðu bæjarins. Vandanum hefur verið mætt m.a. með sölu fyrirtækja bæjarins, hækkun gjaldskrár og fleira. Að fullnýta útsvarsprósentuna (14,52%) hefði þýtt kostnaðarauka fyrir mann með eina milljón á mánuði um 400 krónur á mánuði. Kostnaðarauki manns með 500 þúsund á mánuði yrði 200 kr.
Fyrir sveitarfélagið munar hins vegar um þennan mismun á útsvari 14,52%/14,48% um 50 milljónir á ári sem er upphæð sem sveitarfélaginu sárvantar. Því er þetta sýndarmennska að geta veifað því að halda útsvarsprósentu óbreyttri og í raun ábyrgðarleysi.

Fulltrúi Bæjarlista leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Bæjarlistans lýsir furðu á því vali meirihlutans að nýta ekki útsvarsheimildir til fulls, til ráðstöfunar í þjónustu við viðkvæma hópa.
Hér er um að ræða uþb 50 milljón króna svigrúm sem bærinn gæti verið að nýta á sviðum sem þjónusta viðkvæma hópa, sem myndi ekki þýða nema nokkur hundruð krónur á mánuði fyrir einstakling með meðallaun í útsvarsgreiðslur.
Á tímum þegar tekjur afmarkaðra hópa á vinnumarkaði hafa orðið fyrir skörpu höggi væri fullnýting á útsvari málefnaleg leið til að auka tekjur bæjarins til góða fyrir nauðsynlega þjónustu á fræðslu- og fjölskyldusviði.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:
Það hefur verið ein af áherslum núverandi meirihluta að hækka ekki álögur á íbúa. Útsvarshækkun hefði í för með sér tekjuskerðingu fyrir bæjarbúa eða með öðrum orðum; útborguð laun íbúa bæjarfélagsins lækka. Slíkt er ekki í samræmi við stefnu núverandi meirihluta sem hefur það markmið að létta undir með fjölskyldufólki og jafnframt að tryggja að allar gjaldskrár sem snerta viðkvæmustu hópa samfélagsins séu ávallt með þeim lægri sé horft til samanburðarsveitarfélaga. Því leggja fullltrúar meirihlutans það til við bæjarstjórn að prósentuhlutfallið verði ekki hækkað. Hagkerfið, verslun og þjónusta, munar um þær milljónir í sinn rekstur.



Bókanir og gagnbókanir
  • Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
    Nú er ljóst að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks ætlar sér ekki að fullnýta útsvarið. Hann ákveður þess í stað að hækka gjaldskrár. Með þeirri ákvörðun er meirihlutinn að hlífa breiðu bökunum í samfélaginu á meðan hann leggur þyngri byrðar á viðkvæma hópa. Meðal annrars vegna þess getur Samfylkingin ekki samþykkt þessa tillögu og greiðir atkvæði gegn henni.
  • Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
    Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir því að gerðar verði nokkrar sviðsmyndir þar sem sýnt verði hvernig allar fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir munu koma við ólíkar stærðir fjölskyldna. Telur fulltrúi Viðreisnar það nauðsýnlegt til að geta tekið upplýsta ákvörðun um það hvernig heildar hækkanir koma við heimilin í Hafnarfirði. Þær sviðsmyndir sem þarf að skoða eru krónutöluhækkanir á einstakling, á einstætt foreldri með eitt barn, hjón með eitt barn og hjón með 3 börn.
  • Fulltrúi Miðflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
    Það er hrein og klár sýndarmennska meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að viðhalda útsvarsprósentu sveitarfélagsins óbreyttri (14,48%) í ljósi erfiðrar rekstrarstöðu bæjarins. Vandanum hefur verið mætt m.a. með sölu fyrirtækja bæjarins, hækkun gjaldskrár og fleira. Að fullnýta útsvarsprósentuna (14,52%) hefði þýtt kostnaðarauka fyrir mann með eina milljón á mánuði um 400 krónur á mánuði. Kostnaðarauki manns með 500 þúsund á mánuði yrði 200 kr.
  • Fulltrúi Bæjarlista leggur fram svohljóðandi bókun:
    Fulltrúi Bæjarlistans lýsir furðu á því vali meirihlutans að nýta ekki útsvarsheimildir til fulls, til ráðstöfunar í þjónustu við viðkvæma hópa.
  • Sjálfstæðisflokkur, Framsókn
    Það hefur verið ein af áherslum núverandi meirihluta að hækka ekki álögur á íbúa. Útsvarshækkun hefði í för með sér tekjuskerðingu fyrir bæjarbúa eða með öðrum orðum; útborguð laun íbúa bæjarfélagsins lækka. Slíkt er ekki í samræmi við stefnu núverandi meirihluta sem hefur það markmið að létta undir með fjölskyldufólki og jafnframt að tryggja að allar gjaldskrár sem snerta viðkvæmustu hópa samfélagsins séu ávallt með þeim lægri sé horft til samanburðarsveitarfélaga. Því leggja fullltrúar meirihlutans það til við bæjarstjórn að prósentuhlutfallið verði ekki hækkað. Hagkerfið, verslun og þjónusta, munar um þær milljónir í sinn rekstur.