Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, gjaldskrá
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1859
9. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.desember sl. Lögð fram gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu bs. til afgreiðslu.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu bs verði samþykkt.
Svar

Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson og til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Sigurður svarar andsvari. Einnig kemur Guðlaug Kristjánsdóttir til andsvars.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu bs.