Loftslagsmál, stefna, aðgerðaráætlun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3562
3. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Viðreisn óskar eftir því að bæjarráð setji á fót stýrihóp með það að markmiði að móta stefnu og verkáætlun Hafnarfjarðarbæjar í loftslagsmálum. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki þegar kemur að áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála. Það er mikilvægt að Hafnarfjörður, sem eitt af stærstu sveitarfélögum landsins taki forystu í þessum málaflokki þegar kemur að aðlögun íslensks samfélags að þeim breytingum sem átt hafa sér stað og munu eiga sér stað í framtíðinni. Það er mikilvægt að fulltrúar allra flokka eigi sæti í nefndinni ásamt lykilfólki úr stjórnsýslunni.
Svar

Bæjarráð vísar tillögunni til umhverfis- og framkvæmdaráðs.