Til máls tekur Ingi Tómasson. Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar ítreka sjónarmið sem fram komu í bókun á fundi bæjarstjórnar þann 3. febrúar 2021 og varða mikilvægi þess að gætt sé að mótvægisaðgerðum sem tryggja að dregið verði úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda við Suðurnesjalínu 2 eins og framast er unnt.
Um leið fögnum við því að ákveðið hafi verið að línan fari í jörðu næst byggð en leggjum áherslu á að aðrar háspennulínur fari einnig í jörðu næst byggð í Hafnarfirði.
Adda María Jóhannsdóttir
Sigrún Sverrisdóttir