Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1875
15. september, 2021
Annað
‹ 8
9
Fyrirspurn
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.september sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8.september sl. a. Fundargerð stjórnar Strætó frá 13.ágúst sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 8.september sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 10.september sl. Fundargerð bæjarráðs frá 9.september sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 25.ágúst sl. b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.ágúst sl. c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 2.september sl. d. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.ágúst sl. e. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 26. og 30.ágúst sl. f. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13.ágúst og 3.september sl. Fundargerð forsetanefndar frá 13.september sl.
Svar

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir undir 19. lið í fundargerð bæjarráðs frá 9. september sl. Til andsvars kemur Kristinn Andersen og tekur Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti við fundarstjórn. Adda María svarar andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kemur einnig til andsvars og Adda María kemur til andsvars. Þá kemur Guðlaug Kristjánsdóttir til andsvars sem Adda María svarar.

Fundarhlé kl. 14:31. Fundi framhaldið kl. 14:47.

Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn á ný.

Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bæjarlistans, Viðreisnar og Miðflokks leggja til að Hafnarfjarðarbær bjóði upp á frían kosningastrætó á kjördag, úr hverfum sem eiga langt að sækja á kjörstað í komandi alþingiskosningum þann 25. september 2021.

Tillagan er borin upp til atkvæða og er hún felld þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Bæjarlistans, Viðreisnar og Miðflokks greiða atkvæði með tillögunni, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði gegn tillögunni en fulltrúi Framsóknar situr hjá.

Ágúst Bjarni Garðarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu. Einnig Helga Ingólfsdóttir, Adda María Jóhannsdóttir, Sigurður Þ. Ragnarsson.

Kristinn Andersen ber upp tillögu um að forsetanefnd verði falið að gera tillögur að úrbótum varðandi kjörstaði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2022 eigi síðar en í árslok 2021. Er tillagan samhljóða.

Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls undir lið 4 frá fundi fjölskylduráðs þann 10. september sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Friðþjófur andsvari.

Friðþjófur tekur þá til máls öðru sinni undir 10 lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8. september sl. Einnig tekur Helga Ingólfsdóttir til máls undir sama lið. Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson einnig til máls undir sama lið og kemur Helga til andsvars.