Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.janúar sl.
Lagt fram erindi Garðyrkjuþjónustunnar ehf. þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarstækkunar til norðurs að sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Á fundi bæjarráðs 17.12.2020 var bókað "Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun en bendir á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir umræddri stækkun lóðar. Hafi umsókn um breytingu á deiliskipulagi ekki borist sveitarfélaginu innan 12 mánaða frá samþykkt þessari telst hún úr gildi fallin."
Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu um breytingu á deiliskipulagi og málmeðferð fari skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Erindið verði jafnframt grenndarkynnt.