Sumarviðburðir 2021
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3570
25. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.mars sl. Rætt um Oddrúnarbæ í Hellisgerði og nærliggjandi umhverfi þess í sumar.
Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir auknu fjármagni til viðburðahalds í bænum í sumar vegna fjölmörgra hugmynda sem upp eru komnar í þeim efnum. Mikilvægt er að skapa skilyrði fyrir aukna afþreyingarmöguleika og skemmtun í bæjarfélaginu á tímum covid-19. Byggt verði á reynslu sem fékkst á síðustu aðventu í Jólaþorpinu og Hellisgerði. Óskað er eftir auknu fjármagni í þessu skyni að upphæð 4 - 6 milljónir króna.
Svar

Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni menningar- og ferðamálanefndar um aukið fjármagn til viðburðahalds í bænum í sumar. Bæjarráð samþykkir að fjármagn til viðburðahalds verði aukið um 5 milljónir króna. Vísað til viðaukagerðar.