Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun svæðis sem tekur til Áslands 4 og 5.
Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Í allri umræðu um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur Samfylkingin lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja fjölbreytni í íbúðauppbyggingu innan sveitarfélagsins. Mikilvægt er að hafa það í huga þegar ný hverfi eru skipulögð svo ná megi markmiðum húsnæðisáætlunar um að tryggja öllum íbúum sveitarfélagsins húsnæði við hæfi.