Ásland 4, deiliskipulag
Ásland
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3577
1. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl. Tekin til umræðu framtíðar uppbygging svæðisins.
Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir jafnframt að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun þess svæðis sem tekur til Áslands 4 og 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun svæðis sem tekur til Áslands 4 og 5.

Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Í allri umræðu um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur Samfylkingin lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja fjölbreytni í íbúðauppbyggingu innan sveitarfélagsins. Mikilvægt er að hafa það í huga þegar ný hverfi eru skipulögð svo ná megi markmiðum húsnæðisáætlunar um að tryggja öllum íbúum sveitarfélagsins húsnæði við hæfi.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123106 → skrá.is
Hnitnúmer: 10026881