Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Óskað er eftir að svör verði lögð fram á fundinum:
1) Hver er áætlaður fjöldi þeirra íbúða í Hafnarfirði sem skipulagður hefur verið á kjörtímabilinu? Það á við um þróunarreiti, önnur nýbyggingarsvæði og þéttingu byggðar víðs vegar um bæjarfélagið.
2) Á hvaða svæðum er aðal- og deiliskipulag tilbúið og á hvaða svæðum er þau í vinnslu?
3) Hversu margar lóðir eru lausar í Skarðshlíð og hver er staðan á framkvæmdum VHE?
4) Hver er staðan á Dvergsreitnum?
5) Hver eru næstu nýbyggingarsvæði innan bæjarfélagsins, m.t.t. svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins?
6) M.v. þær spurningar sem eru hér að ofan, hvað má áætla að íbúum muni fjölga mikið á næstu 2-4 árum?