Skipulags- og byggingarráð, fyrirspurnir kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 727
9. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 26.1.2021 var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins: 1. Liggur fyrir kortlagning á því hvar ólögleg búsetuúrræði eru í iðnaðarhverfum í Hafnarfirði? 2. Ef ekki, er hægt að meta umfang ólöglegra búsetuúrræða í iðnaðarhverfum þ.e. íbúafjöldi og fjöldi íverurýma. 3. Er til aðgerðaráætlun hjá Hafnarfjarðarkaupstað til að vinna gegn ólöglegum búsetuúrræðum? 4. Hafa bæjaryfirvöld einhvern tímann látið innsigla slík íverurými eða íbúðakjarna? 5. Nú liggur fyrir bréf frá byggingafulltrúa um að rýma eigi Suðurhellu 10 fyrir 29. janúar, þar sem talið er að ólögleg búseta eigi sér stað. Er þessi aðgerð upphafið að því að uppræta ólöglega búsetu í iðnaðarhverfum bæjarins? Óskað er eftir svörum svo fljótt sem verða má.
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs.
Svar

Fulltrúi Bæjarlistans leggur áherslu á að Hafnarfjarðarbær láti gera úttekt á fjölda óleyfisíbúða í bæjarfélaginu svo og endurskoði núgildandi aðgerðaráætlun. Samantekt slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2017 er löngu orðin úreld.