Fyrirspurn
Lögð fram að nýju fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar.
1. Hversu mörgum lóðum/íbúðum hefur verið úthlutað í Hafnarfirði frá árinu 2016 til dagsins í dag. Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert ár.
2. Hver er staðan varðandi framkvæmdir á þessum lóðum (fullbúnar íbúðir og í byggingu?
3. Til hvaða byggingaraðila hefur fjölbýlishúsalóðum verið úthlutað frá árinu 2016 og hver er staðan á framkvæmdum og áætluð verklok (sundurliðað fyrir hvert ár?
4. Hvað hefur mörgum íbúðum verið úthlutað í þéttingarreitum frá árinu 2016 og hver er staðan varðandi framkvæmdir á þessum lóðum (fullbúnar íbúðir og í byggingu).
5. Miðað við úthlutun lóða frá árinu 2016 hvað gerðu áætlanir eða spár ráð fyrir mikill fjölgun íbúa. Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert ár.