Skipulags- og byggingarráð, fyrirspurnir kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 750
18. janúar, 2022
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingaráði, Stefáni Má Gunnlaugssyni:
1. Fyrirspurnir um Hamranes og Skarðshlíð a. Hvenær er áætlað að hverfin verði að fullu uppbyggð? b. Þegar hverfinu eru að fullu uppbyggð hvað er áætlað að margir íbúar verði í hverfinu? Óskað er eftir að gerð sé grein fyrir áætluðum fjölda leik- og grunnskólabarna. c. Hvenær er áætlað að hafin verði bygging grunn- og leikskóla í Hamraneshverfinu? 2. Fyrirspurn um framtíðarbyggingarsvæði a. Fyrir utan Ásland 4 og Hraun-Vestur hvar er áætlað að verði næsta nýbyggingarsvæði fyrir íbúðarbyggð í Hafnarfirði samkvæmt aðalskipulagi? b. Hvenær er áætlað að vinna við deiliskipulag hefjist á þeim svæðum?
3. Fyrirspurn um Hamranes- og Hnoðraholtslínu Á fundi skipulags- og byggingaráðs þann 26. janúar, 2021, bókaði ráðið að Hamraneslína þurfi að víkja og Hnoðraholtslína fari í jörðu og því beint til bæjarstjóra að hafnar verði viðræður við Landsnet um það. a. Hver er staðan á þeim viðræðum? b. Hvenær er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við að fjarlægja Hamraneslínu og setja Hnoðraholtslínu í jörðu. 4. Fyrirspurn um Hraun-Vestur a. Hvenær er áætlað að framkvæmdir hefjist við uppbyggingu íbúðarbyggðar á Hraun-Vestur? b. Hver er áætlunin um uppbyggingu hverfisins?
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að taka saman svör við framkomnum fyrirspurnum.