Skammtímadvöl, kostnaðarþátttaka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1865
3. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 26.febrúar sl. Lagt fram minnisblað er varðar kostnað vegna fæðis í skammtímavistuninni í Hnotubergi.
Í reglugerð nr. 1037/2018 um starfsemi og aðbúnað á skammtímardvalastöðum segir m.a. í 7.gr.: Notendur eldri en 18 ára skulu standa straum af kostnaði vegna fæðis á meðan á dvöl stendur.
Fjölskylduráð samþykkir að fæðisgjald pr. sólarhring á hvern notanda verði 1015 krónur og það gjald fylgi vísitölu neysluverðs.
Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Helga andsvari. Guðlaug kemur þá til andsvars öðru sinni sem Helga svarar einnig öðru sinni.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu fjölskylduráðs með 10 greiddum atkvæðum en Guðlaug Kristjánsdóttir situr hjá.