Fyrirspurn
Kristinn Ragnarsson arkitekt spyr, fyrir hönd eiganda, um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir tilfærslu á byggingarreitum sem taka mið að því að minnka innskot milli eignarhluta. Allir eignarhlutar verði 2 hæðir með tilheyrandi hækkun á hæðarskilum og breikkun á byggingarreitum um 1m. Íbúðafjöldi eru 6 íbúðir þar sem fjögur hús eru með tveim íbúðum og tvö hús með einni íbúð. Flöt þök verða heimiluð án þakgarða. Byggingarmagn helst óbreytt. Húshæðir Fjögur tveggja hæða hús. Hæð húsa hækkar sem nemur á bilinu 0,8-1,0m.