Áhrif fólksfækkunar á tekjur sveitarfélagsins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3567
11. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:
Skv. samantekt Þjóðskrár Íslands fækkaði íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar um 107 á tveggja mánaða tímabili, frá 1. desember 2020 til 1. febrúar 2021. Þessi fækkun kemur til viðbótar þeirri íbúafækkun sem varð á milli ára, frá 1. desember 2019 til 1. desember 2020 sem var um 300 manns. Samtals hefur íbúum sveitarfélagsins því fækkað um rúmlega 400 á 14 mánuðum. Þetta samsvarar því að fækkað hafi að meðaltali um tæplega 30 íbúa á mánuði frá 1. desember 2019 eða nálægt einum íbúa á dag. Samkvæmt Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 kemur fram að árleg fjölgun íbúa í Hafnarfirði á tímabilinu 2001-2013 hafi verið að meðaltali um 2,5% og gert ráð fyrir í mannfjöldaspá að hún geti verið á bilinu 1,6%-3,5%. Það er ljóst að um algjöran forsendubrest er að ræða sem hefur áhrif á tekjur sveitarfélagsins.
Í ljósi þessa óskar fulltrúi Samfylkingarinnar eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
- Hver er áætluð lækkun á útsvarstekjum sveitarfélagsins sl. 14 mánuði í kjölfar fólksfækkunar?
- Hvert er áætlað tekjutap sveitarfélagsins vegna fólksfækkunar sl. 14 mánuða?
- Hvert er áætlað tekjutap sveitarfélagsins á árinu 2021 a) m.v. óbreytt ástand og b) ef áfram verður sambærileg fólksfækkun á þessu ári?
- Hver hefði hækkun á útsvarstekjum sveitarfélagsins verið fyrir árið 2020 ef fjölgun íbúa hefði verið skv. meðaltali mannfjöldaspár Aðalskipulags Hafnarfjarðar, eða 2,5%?
Adda María Jóhannsdóttir
Svar

Lagt fram.