Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl.
Sótt er um leyfi til að byggja við núverandi hús við Unnarstíg 3. Húsið fellur undir lög um menningarminjar og því fylgir umsögn Minjastofnunar með erindinu. Óskað er eftir að byggja um 50 fermetra viðbyggingu við húsið.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráform sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.