Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna. Jafnréttis- og mannréttindastefna Hafnarfjarðar, sem tekur til jafnréttismála í sínum víðasta skilningi, var samþykkt í bæjarstjórn í febrúar 2017 og jafnréttisáætlun bæjarins var samþykkt í maí 2019. Hún gildir til ársins 2023. Bæjarráð er í dag jafnréttisnefnd bæjarfélagsins og tekur reglulega til umfjöllunar aðgerðir til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.