Miðbær, deiliskipulag reitur 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1876
29. september, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.september sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 29. júní s.l. var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar. Breytingin nær til reits sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Í breytingunni felst m.a. að byggingarheimildum frá 2001 er breytt. Afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs var staðfest 1. júli sl. af bæjarráði í umboði bæjarstjórnar. Tillagan var auglýst tímabilið 15.07.-26.08.2021. Kynningarfundur var haldinn 25.8.2021. Frestur til að skila inn athugasemdum var framlengdur til 31.8.2021. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulags- og byggingarráðs 7.9.2021 var skipulagsfulltrúa falið að svara framkomnum athugasemdum. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa ásamt uppfærðum uppdrætti þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærð gögn vegna breytinga á deiliskipulagi reitar 1 og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson. Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls og Ólafur Ingi kemur að andsvari sem Adda María svarar.

Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Ágúst Bjarni andsvari. Adda María kemur þá til andsvars öðru sinni sem Ágúst Bjarni svarar öðru sinni og þá kemur Adda María að stuttri athugasemd.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.