Áfanga- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið, ráðgjafahópur.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3591
16. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Meðfylgjandi eru drög að samstarfssamningi um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið dags. 2. desember 2021 og eru þau lögð fram til umræðu og afgreiðslu sveitarfélagsins. Þess er óskað að samstarfssamningurinn verði staðfestur á vettvangi sveitarfélagsins og framkvæmdastjóra þess falið fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samstarfssamninginn.
Einnig er farið fram á tilnefningu tveggja kjörinna fulltrúa í stefnuráð sbr. grein 2.3. í samningsdrögunum. Hvert sveitarfélag tilnefnir tvo fulltrúa að undanskilinni Reykjavíkurborg sem tilnefnir þrjá. Kjörnir fulltrúar verða aðeins skipaðir til 30. maí 2022 vegna sveitastjórnarkosninga
Svar

Bæjarráð samþykkir samstarfssamning um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið og felur bæjarstjóra að undirrita samstarfssamninginn.

Í stefnuráð fara eftirfarandi f.h. Hafnarfjarðar:
Frá meirihluta: Kristinn Andersen.
Frá minnihluta: Jón Ingi Hákonarson.