Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 23.nóvember sl.
Lögð fram tillaga frá SSH að millskrefi vegna stofnunar áfanga- og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið. Gert er ráð fyrir að ráðinn verði verkefnastjóri til að stýra gerð áfangastaðaáætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið og annarrar stefnumótunar fyrir ferðamál á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við sveitarfélögin og hagsmunaaðila í atvinnulífinu. Verkefnið heyri undir SSH sem skipi stjórn samkvæmt tilnefningum og hvert sveitarfélag tilnefni fulltrúa í stefnuráð fyrir verkefnið.
Menningar- og ferðamálanefnd tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.